Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 12:23
Elvar Geir Magnússon
Spáð ömurlegu veðri þegar lokaumferðin á að fara fram
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Veðurútlit fyrir næsta laugardag er afleitt en spáð er ausandi rigningu og miklu roki, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Á laugardag á einmitt lokaumferðin í Pepsi Max-deildinni að fara fram.

Vísir fjallar um veðurhorfurnar fyrir laugardaginn en Haraldur Eiríksson veðurfræðingur setur fyrirtvara við spá svona langt fram í tímann.

„Við skulum aðeins bíða og sjá," segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur."

Það ræðst á laugardag hvort Víkingur eða Breiðablik verði Íslandsmeistari og þá er einnig mikil spenna í fallbaráttunni.

laugardagur 25. september
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner