Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 20. september 2023 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðný í leik gegn nágrönnunum í Inter.
Guðný í leik gegn nágrönnunum í Inter.
Mynd: Getty Images
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst ótrúlega vel í mig, gaman að vera komin heim og spila alvöru leik á heimavelli. Það er spennandi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki alveg hvernig Þjóðadeildin virkar, en veit að við eigum að reyna vinna alla okkar leiki. Þetta er bara riðill og við ætlum að vinna hann," náði Guðný Árnadóttir að segja við Fótbolta.net áður en geitungur gerðist full ágengur að hennar mati.

Hægt er að sjá þá „árás" í spilaranum efst.

Eyddi sumarfríinu í að æfa
Guðný missti út sex síðustu leikina á síðasta tímabili með félagsliði sínu AC Milan. Hún glímdi við axlarmeiðsli og tók dágóðan tíma fyrir hana að komast í aðgerð og gagnrýndi kærasti Guðnýjar félagið fyrir hversu langan tíma það tók. Guðný var ekki með landsliðinu í apríl og var heldur ekki með í júlí.

„Það var í lok tímabils í fyrra, missti af leikjum í enda tímabilsins úti og missti af tveimur verkefnum hér með landsliðinu. Þetta gerðist í landsliðsverkefni í febrúar. Ég er búin að spila 5-6 síðustu leiki úti og er öll að koma til. Þetta ferli tók einhverja þrjá mánuði."

„Ekki alveg í byrjun, en ég náði aðeins að hvíla og svo fljótlega gat ég byrjað að æfa, eyddi sumarfríinu í að æfa. Ég er alveg klár núna, náði öllu undirbúningstímabilinu úti og deildin var að byrja um síðustu helgi."

„Við mættum Roma í fyrsta leik, sem er sterkasta liðið, ég hélt við værum alveg með þetta en við töpuðum þeim leik (2-4). Þetta er langt tímabil, við erum með flottan hóp og eigum að geta gert góða hluti. Ég er bara mjög spennt fyrir tímabilinu."


Sterkari hópur en áður
Hvert er markmiðið hjá Milan?

„Markmiðið er bara alltaf að vinna, við ætlum okkur að ná í titil fyrir klúbbinn og við eigum að geta það með þennan hóp sem við erum með."

„Mér finnst við vera með stærri og sterkari hóp heldur en við höfum verið með. Það er verið að halda í lykilleikmenn og erum vel samrýndar."


„Alveg eins" og að búa í Hafnarfirði
Guðný hélt til Ítalíu fyrir tæpum þremur árum. Hvernig líður henni í Mílanó?

„Mjög vel, er mjög ánægð þar. Ég er að fara inn í þriðja tímabilið og maður þekkir þetta. Ég er mjög spennt fyrir því."

Er þetta ekki svipað eins og að búa í Hafnarfirði?

„Jú jú, þetta er eiginlega alveg eins," sagði Guðný á léttu nótunum.

„Ítalskan... ég er búin að vera þarna í tvö og hálft ár og skil alveg og get talað við þá sem ég þarf til að redda mér. Ég þarf bara að taka næsta skref og tala meira."

Vonast til að byrja
Hvernig sér Guðný hlutverk sitt í landsliðinu. Gerir hún ráð fyrir að byrja á föstudaginn gegn Wales?

„Ég vona það auðvitað alltaf, veit það ekki alveg núna þar sem ég er ekki búin að vera í svolítinn tíma."

„Markmiðið er þrjú stig, þetta er keppnisleikur í Þjóðadeildinni, riðlakeppni og við viljum vinna,
sagði Guðný.

Í lok viðtals ræðir hún svo um gamla félagið sitt FH. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner