Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
   mið 20. september 2023 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Guðný á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Veit það ekki alveg núna þar sem ég er eki búin að vera í svolítinn tíma
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn á móti Wales leggst ótrúlega vel í mig, gaman að vera komin heim og spila alvöru leik á heimavelli. Það er spennandi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki alveg hvernig Þjóðadeildin virkar, en veit að við eigum að reyna vinna alla okkar leiki. Þetta er bara riðill og við ætlum að vinna hann," náði Guðný Árnadóttir að segja við Fótbolta.net áður en geitungur gerðist full ágengur að hennar mati.

Hægt er að sjá þá „árás" í spilaranum efst.

Eyddi sumarfríinu í að æfa
Guðný missti út sex síðustu leikina á síðasta tímabili með félagsliði sínu AC Milan. Hún glímdi við axlarmeiðsli og tók dágóðan tíma fyrir hana að komast í aðgerð og gagnrýndi kærasti Guðnýjar félagið fyrir hversu langan tíma það tók. Guðný var ekki með landsliðinu í apríl og var heldur ekki með í júlí.

„Það var í lok tímabils í fyrra, missti af leikjum í enda tímabilsins úti og missti af tveimur verkefnum hér með landsliðinu. Þetta gerðist í landsliðsverkefni í febrúar. Ég er búin að spila 5-6 síðustu leiki úti og er öll að koma til. Þetta ferli tók einhverja þrjá mánuði."

„Ekki alveg í byrjun, en ég náði aðeins að hvíla og svo fljótlega gat ég byrjað að æfa, eyddi sumarfríinu í að æfa. Ég er alveg klár núna, náði öllu undirbúningstímabilinu úti og deildin var að byrja um síðustu helgi."

„Við mættum Roma í fyrsta leik, sem er sterkasta liðið, ég hélt við værum alveg með þetta en við töpuðum þeim leik (2-4). Þetta er langt tímabil, við erum með flottan hóp og eigum að geta gert góða hluti. Ég er bara mjög spennt fyrir tímabilinu."


Sterkari hópur en áður
Hvert er markmiðið hjá Milan?

„Markmiðið er bara alltaf að vinna, við ætlum okkur að ná í titil fyrir klúbbinn og við eigum að geta það með þennan hóp sem við erum með."

„Mér finnst við vera með stærri og sterkari hóp heldur en við höfum verið með. Það er verið að halda í lykilleikmenn og erum vel samrýndar."


„Alveg eins" og að búa í Hafnarfirði
Guðný hélt til Ítalíu fyrir tæpum þremur árum. Hvernig líður henni í Mílanó?

„Mjög vel, er mjög ánægð þar. Ég er að fara inn í þriðja tímabilið og maður þekkir þetta. Ég er mjög spennt fyrir því."

Er þetta ekki svipað eins og að búa í Hafnarfirði?

„Jú jú, þetta er eiginlega alveg eins," sagði Guðný á léttu nótunum.

„Ítalskan... ég er búin að vera þarna í tvö og hálft ár og skil alveg og get talað við þá sem ég þarf til að redda mér. Ég þarf bara að taka næsta skref og tala meira."

Vonast til að byrja
Hvernig sér Guðný hlutverk sitt í landsliðinu. Gerir hún ráð fyrir að byrja á föstudaginn gegn Wales?

„Ég vona það auðvitað alltaf, veit það ekki alveg núna þar sem ég er ekki búin að vera í svolítinn tíma."

„Markmiðið er þrjú stig, þetta er keppnisleikur í Þjóðadeildinni, riðlakeppni og við viljum vinna,
sagði Guðný.

Í lok viðtals ræðir hún svo um gamla félagið sitt FH. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner