Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 20. október 2015 17:42
Elvar Geir Magnússon
Addi Grétars: Með orð á sér fyrir að vera góður við sjálfan sig
Arnar ásamt Guðmundi Atla.
Arnar ásamt Guðmundi Atla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, telur að Guðmundur Atli Steinþórsson hafi alla burði til að fylla skarðið sem Jonathan Glenn skilur eftir sig. Guðmundur Atli var í dag kynntur sem nýr leikmaður Blika en hann hefur raðað inn mörkum fyrir HK síðustu ár.

„Það eru allar líkur á því að Jonathan Glenn færi á vit ævintýranna erlendis og þá var vitað að við myndum leita að „stræker". Ég er mjög ánægður með að hafa landað Guðmundi Atla. Auðvitað er hann óskrifað blað í efstu deild en hefur staðið sig gríðarlega vel í næst efstu deild. Hann veit það vel að hann þarf að leggja mikið á sig," segir Arnar.

„Hann hefur haft það orð á sér að vera góður við sjálfan sig og kannski hefur hann komist upp með það í næst efstu deild. Þegar þú kemur hingað legg ég mikla áherslu á að menn leggi mikið á sig og fari út í það að vera hálfgerðir atvinnumenn í því sem við erum að gera."

„Hann hafði úr nokkrum tilboðum að velja en kaus að fara í það lið sem hefur mestan möguleika á að vera að berjast við toppinn. Ég held að það sýni metnaðinn. Hann tók fótboltann fram yfir peningana og mér finnst það gott merki. Ég vona að hann muni leggja sig 150% fram því hæfileikarnir eru til staða."

Frekari frétta er að vænta af leikmannamálum hjá Breiðabliki. Arnar hefur ekki farið leynt með það að hann hefur áhuga á að fá Ævar Inga Jóhannesson, kantmann KA og U21-landsliðsins.

„Það er klárlega efnilegur og flottur strákur. Ég hef líka heyrt að það sé mikið í hann spunnið fyrir utan völlinn og það skiptir gríðarlega miklu máli. Hann hefur staðið sig vel með KA og U21-landsliðið svo ég hef trú á að það séu mörg félög sem hafi áhuga. Það hefur verið eitthvað í blöðunum varðandi áhuga erlendis og við verðum bara að sjá hvað gerist í þeim efnum. Hann er klárlega leikmaður sem er áhugaverður," segir Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Arnar einnig um stöðuna varðandi tveggja leikja bannið sem hann var dæmdur í eftir lokaleik tímabilsins í sumar.
Athugasemdir
banner