Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 20. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar klobbaði markvörðinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson er á mála hjá Bologna á Ítalíu. Í gær byrjaði hann á varamannabekknum hjá U19 ára liði félagsins er Sampdoria kom í heimsókn.

Andri kom inn á í leiknum og skoraði seinna mark liðsins. Markið kom á 68. mínútu og kláraði Andri laglega. Andri fékk góða sendingu í gegn og kláraði vel undir markvörð Sampdoria.

Andri er sautján ára, uppalinn hjá Breiðablik. Hann er hluti af U19 ára landsliði Íslands og lék í báðum æfingaleikjum liðsins sem fram fóru í Finnlandi fyrir rúmri viku.


Athugasemdir
banner