Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 20. október 2019 10:37
Brynjar Ingi Erluson
Marotta ætlar ekki að fá inn mann fyrir Sanchez
Giuseppe Marotta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter, segir að félagið ætli ekki að fá leikmann inn í stað Alexis Sanchez.

Sílemaðurinn kom á láni frá Manchester United í sumar en hann verður frá næstu mánuði vegna meiðsla á ökkla.

Marotta, sem sér um kaupin hjá Inter, hefur engar áhyggjur af hópnum.

„Við hönnuðum hópinn á sérstakan hátt og hefðum verið ánægðari ef Alexis hefði verið heill en við erum bjartsýnir og treystum því að hann komi aftur eftir 2 mánuði," sagði Marotta.


Athugasemdir
banner
banner