Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 20. október 2019 11:25
Brynjar Ingi Erluson
Süle á leið i aðgerð - Líklega frá næstu mánuði
Niklas Süle, varnarmaður Bayern München í Þýskalandi, verður líklega frá næstu mánuði en hann meiddist illa í 2-2 jafnteflinu gegn Augsburg í gær.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður þurfti að fara snemma af velli í leiknum í gær en hann meiddist á hné.

Félagið staðfesti svo í dag að leikmaðurinn væri á leið í aðgerð en hann reif liðþófa.

Süle er afar mikilvægur í liði Bayern og því afar mikil blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur myndað öflugt miðvarðapar með Jerome Boateng og þá virðist sæti hans í EM-hóp þýska liðsins vera í hættu.

Þýski varnarmaðurinn hefur spilað 8 landsleiki á þessu ári og er í miklum metum hjá Joachim Löw, þjálfara landsliðsins.
Athugasemdir