Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 20. október 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku mikill tungumálamaður
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku - sem spilar með Chelsea á Englandi - er mikill tungumálamaður.

Fjölmiðlamaðurinn Nick Stroll birtir á Twitter lista yfir tungumálin sem leikmenn Chelsea tala. UEFA sendir þennan lista á fjölmiðlafólk svo það viti hvaða leikmenn það geti talað við.

Þetta er mjög athyglisverður listi. Lukaku fer svo sannarlega þarna fremstur í flokki.

Hann talar átta tungumál, sem er meira en nokkur annar leikmaður hjá Chelsea; næstur kemur Mateo Kovacic sem talar fimm tungumál.

„Lukaku talar það mörg tungumál að það passar ekki í textaboxið," skrifar Stroll við myndina sem má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea á í dag leik við Malmö í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner