Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. október 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur og Túfa framlengja við Vestra
Lengjudeildin
Pétur Bjarnason
Pétur Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vladimir Tufegdzic og Pétur Bjarnason framlengdu samninga sína við Vestra í gær.

Túfa er þrítugur sóknarsinnaður leikmaður og Pétur er 24 ára framherji.

Pétur er uppalinn hjá Vestra og skoraði ellefu mörk í 21 leik í Lengjudeildinni í sumar. Hann fór á mikið flug eftir að Jón Þór Hauksson tók við liðinu.

Túfa lék einungis tíu leiki í deildinni sökum meiðsla en skoraði í þeim sex mörk. Hann var á sínu þriðja tímabili hjá Vestra í sumar en áður hafði hann leikið með Víkingi, KA og Grindavík hér á landi.

Vestri endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Í lok síðustu viku var tilkynnt að Jón Þór yrði áfram með liðið og einnig að Nikolaj Madsen og Nacho Gil hefðu gert nýja samninga.


Athugasemdir
banner
banner
banner