Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Ásbjörns nýtir sér uppsagnarákvæði í samningi sínum
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og getur því skoðað í kringum sig.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Katrín var með samning til ársins 2023 en hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningnum.

Katrín, sem er 29 ára gömul, var gríðarlega góð með Stjörnunni í sumar. Hún skoraði níu mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni og var valin í lið ársins.

„Var mjög mikilvæg fyrir sóknarleik Stjörnunnar í sumar og hennar samvinna við Jasmín var mjög eftirtektarverð. Skoraði níu mörk og var gríðarlega öflug," sagði í umsögn um Katrín er hún var valin í lið tímabilsins.

Katrín hefur leikið með Stjörnunni frá því í fyrra en hún lék einnig fyrir félagið frá 2016 til 2018. Hún hefur einnig leikið með KR og Þór/KA á sínum ferli.

Katrín á að baki 19 A-landsleiki og hefur hún í þeim skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner