Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 20. október 2023 09:50
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri fékk símtal frá KR en er sáttur hjá U21
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands og fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti, staðfesti við Vísi að hann hefði fengið símtal frá KR.

KR hafi kannað stöðu hans en Davíð mun ekki taka við liðinu. Hann kveðst sáttur sem U21 landsliðsþjálfari hjá KSÍ og segist ekki á förum.

KR-ingar eru í þjálfaraleit eftir að ákveðið var að endursemja ekki við Rúnar Kristinsson.

„Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar," segir í frétt Vísis.

„Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR."

Óskar Hrafn Þorvaldsson var efstur á blaði hjá KR en hann samdi á dögunum við norska úrvalsdeildarliðið Haugesund. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson næstir á óskalistanum en þeir eru ekki fáanlegir.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Sigurvin Ólafsson og Gregg Ryder eru meðal annarra þjálfara sem hafa verið orðaðir við starfið hjá KR.

   19.10.2023 12:22
KR ætlar að ráða þjálfara eftir helgi - Nýtt nafn í umræðuna

Athugasemdir
banner
banner