Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 20. nóvember 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bueno hjá Úlfunum til 2028
Mynd: Wolves
Hugo Bueno er búinn að samþykkja nýjan samning við Wolves. Hann er nú samningsbundinn félaginu fram á sumarið 2028.

Spánverjinn á að baki 31 leik fyrir aðalliðið, sá fyrsti kom gegn Nottingham Forest síðasta haust. Hann lagði svo upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum sem var gegn Crystal Palace.

Bueno er vinstri bakvörður sem er í samkeppni við Rayan Ait-Nouri. Hann hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum vegna meiðsla.

Hann er fæddur árið 2002, er 21 árs og lék fyrr á þessu ári sinn fyrsta U21 leik fyrir Spán fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner