Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í umspili um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi, en þetta varð ljóst eftir 3-0 sigur Tékklands á Moldóvu í kvöld.
Ísland þurfti að treysta á að það Tékkland myndi að minnsta kosti fá stig gegn Moldóvu.
Með sigrinum fara Tékkar því beint á Evrópumótið og er því öruggt að Ísland fer í umspil.
Ekki er alveg ljóst hvort Ísland fer í A- eða B-umspilið, en dregið verður um það hvort Ísland, Úkraína eða Finnland fari í A-leiðina, þar sem þessar þjóðir unnu ekki sína riðla í Þjóðadeildinni.
Ef Ísland fer í A-umspilið mætir það Wales en ef það fer B-leiðina þá er Ísrael líklegasti andstæðingurinn.
Undanúrslit umspilsins eru spiluð 21. mars og úrslitaleikurinn síðan fimm dögum síðar.
Athugasemdir