Benjamin Mendy, leikmaður Lorient í Frakklandi, hefur ákveðið að lögsækja Manchester City.
Hann ætlar að fara í mál við enska meistaraliðið út af ógreiddum launum yfir tveggja ára tímabil.
Þessi 29 ára vinstri bakvörður skrifaði undir tveggja ára samning við franka félagið en samningur hans við City rann út í sumar.
Í sumar var hann sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu og reynt að nauðga annarri. Í janúar var hann sýknaður af ákærum um fjölda nauðgana og kynferðisofbeldi.
Mendy varð dýrasti varnarmaður heims þegar City borgaði Mónakó 52 milljónir punda fyrir franska varnarmanninn 2017. Hann vann ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili með City og var í franska landsliðshópnum sem varð heimsmeistari 2018.
Hann spilaði hinsvegar engan fótbolta frá því í ágúst 2021 og þangað til í sumar. Hann var handtekinn í ágúst 2021 og var haldið í gæsluvarðhaldi í fimm mánuði. Á þessum tveimur árum fékk hann ekki greidd laun frá City en hann hefur ákveðið að fara í mál við félagið vegna þess.
Það er talið að krafa Mendy sé upp á mörg milljón pund.
Athugasemdir