Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 20. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Arnór Sveinn leggur skóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur núna að sér nýtt hlutverk.
Tekur núna að sér nýtt hlutverk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent'
'Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega spenntur fyrir nýju hlutverki. Þetta eru tímamót," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, nýr aðstoðarþjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Arnór Sveinn var fyrir um mánuði síðan ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Blika en hann er 38 ára gamall og er nýbúinn að leggja skóna á hilluna.

„Ég var búinn að undirbúa mig vel fyrir þá breytingu (að hætta í fótbolta) og ákvað þetta fyrir löngu. Mér fannst kominn tímapunktur á að hætta. Svo kemur þetta tækifæri fyrir mig. Mér finnst nánast ekki eins og ég sé að hætta í fótbolta. Ég fæ að halda áfram að nördast í fótbolta, sem ég elska. Ég er ótrúlega spenntur," segir Arnór Sveinn.

Hann segist hafa undirbúið sig fyrir það síðustu ár að hætta í fótbolta en núna var rétti tímapunkturinn. Arnór endaði ferilinn á því að verða Íslandsmeistari með Breiðabliki.

„Ég er sáttur við að vera kominn á þennan stað," segir Arnór.

„Ef ég horfi á allt sem ég afrekaði þá get ég ekki verið annað en stoltur. Ég segi alltaf að það sem ég er stoltastur af á mínum ferli er að hafa elskað leikinn aftur. Að fara í gegnum ákveðinn þroska og yfir hindranir. Ég er stoltur að hafa farið yfir mjög margt sem var mjög erfitt. Það þroskaði mig mjög mikið. Ég er allra stoltastur af því þegar ég lít yfir minn feril."

Ætlar að sökkva sér alveg í þetta hlutverk
Arnór fer í fullt starf sem aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki og fær þar frábært tækifæri til að læra í nýju fagi. Hann er mjög glaður að fá tækifæri til að vinna með Halldóri Árnasyni.

„Ég er spenntur af mörgum mismunandi ástæðum. Þetta er liðið mitt og félagið mitt sem mér þykir svo vænt um. Ég er spenntur að vinna með Dóra sem er algjör fagmaður. Hann er rosalega opinn og þvílíkur fótboltanörd. Ég er kennaramenntaður og hef rosalega mikinn áhuga á öllu sem tengist kennslufræðilegri nálgun og ég ætla að nýta mér það í þjálfuninni. Ég er líka heimspekimenntaður og hef áhuga á að innleiða hugmyndir inn í fótboltaumhverfið sem maður þekkir svo vel," segir Arnór.

„Ég er að fara inn 100 prósent og get þá sökkt mér í þetta og nördast algjörlega."

Ætlarðu þér langt í þjálfun?

„Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent. Ég ætla að gera það núna. Ég ætla að virða þetta starf þannig að ég ætla að hella mér algjörlega út í þetta og svo sjáum við hvað gerist. Ég hef mikinn áhuga á þjálfun og liðskúltúr. Ég hef augljóslega mikinn áhuga á fótbolta og hlakka til að sökkva mér út í taktísku hliðina. Ég er ekki búinn að setja mér nein markmið en ég ætla að gefa mig allan í þetta," segir Arnór.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner