Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Preston í umspilssæti
Preston fagnaði sigri.
Preston fagnaði sigri.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í næst efstu deild Englands í kvöld, Championship-deildinni.

Preston gerði sér góða ferð til Barnsley og vann þar 3-0 útisigur. Tom Barkhuizen setti tóninn á 19. mínútu. Hann skoraði annað mark sitt fyrir leikhlé, en það var þriðja mark Preston. Daniel Johnson var einnig á skotskónum.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í seinni hálfleiknum og þægilegur sigur Preston staðreynd. Preston er núna í sjötta sæti, sem er umspilssæti. Barnsley er í 22. sæti, fallsæti.

Í hinum leik kvöldsins skildu Middlesbrough og Birmingham jöfn. Ashley Fletcher jafnaði metin fyrir Boro þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Birmingham skoraði stuttu síðar, en markið var dæmt af þar sem leikmaður Boro lá eftir á hinum enda vallarins.

Boro er í 17. sæti með 35 stig og Birmingham í 18. sætinu með 34 stig.

Barnsley 0 - 3 Preston NE
0-1 Tom Barkhuizen ('19 )
0-2 Daniel Johnson ('35 )
0-3 Tom Barkhuizen ('45 )

Middlesbrough 1 - 1 Birmingham
0-1 Lucas Jutkiewicz ('27 )
1-1 Ashley Fletcher ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner