Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 21. janúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnlaugur Rafn til Noregs á reynslu
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson.
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson.
Mynd: KA
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, 16 ára gamall leikmaður KA, er um þessar mundir hjá norska félaginu Bærum SK á reynslu.

„Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri," segir á vef KA-manna.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun hann einnig æfa með Hönefoss.

„Við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis á æfingunum úti og hlökkum til að fá hann reynslunni ríkari til baka fyrir komandi átök í sumar. Þess má geta að Gunnlaugur tryggði KA Bikarmeistaratitil Norður-Austurlands sumarið 2018 í 3. flokki er KA lagði Þór að velli í úrslitaleik," segir einnig í tilkynningu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner