Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. janúar 2022 10:13
Elvar Geir Magnússon
Af hverju er ekki búið að reka Ranieri?
Ranieri fær óvenju mikla þolinmæði frá eigendum Watford.
Ranieri fær óvenju mikla þolinmæði frá eigendum Watford.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það verður afskaplega mikilvægur fallbaráttuslagur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Watford mætir Norwich. BBC birti samantekt um stöðu Watford og veltir því fyrir sér hvort Claudio Ranieri sé að stýra liðinu niður um deild.

Watford hefur ekki haldið marki sínu hreinu undir stjórn Ranieri, liðið hefur tapað fleiri leikjum en nokkuð annað lið í deildinni síðan hann var ráðinn og aðeins þrír stjórar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa átt verri byrjun en þessi níu töp hans í tólf leikjum.

Hin ítalska Pozzo fjölskylda sem á Watford hefur verið miskunnarlaus þegar kemur að stjóraskiptum. Ranieri hefur tapað átta af síðustu tíu leikjum en enginn af öðrum stjórum félagsins á Pozzo tímanum hafa tapað eins mörgum leikjum af síðustu tíu sem þeir stýrðu áður en þeir voru reknir.

Af hverju er Ranieri enn í starfi?
Samband Ranieri við eigendurna hefur mögulega gert það að verkum að hann fær meiri þolinmæði. Hann hefur lengi verið náinn Pozzo fjölskyldunni en samband þeirra nær 20 ár aftur í tímann.

„Ég verð að viðurkenna að það er mjög óvænt að ekki sé búið að reka hann. Watford gerði mistök með því að reka Xisco. Allir aðrir stjórar væri búnir að missa starfið hjá Watford miðað við gengi liðsins undir Ranieri," sagði sparkspekingurinn Chris Sutton nýlega.

Ranieri þekkir það að vera rekinn á miðju tímabili nokkrum mánuðum eftir að vera ráðinn. Það eru næstum þrjú ár síðan hann var rekinn frá Fulham eftir 106 daga við stjórnvölinn.

Honum hefur gengið illa í enska boltanum síðan hann stýrði Leicester til sögufrægs Englandsmeistaratitils 2016. Síðan þá er sigurhlutfall hans með Leicester, Fulham og Watford aðeins 19%. Hann hefur tapað 33 af 53 deildarleikjum.

Þó Watford sé ekki í fallsæti, er stigi fyrir ofan Norwich, eru margir sem spá því að hlutskipti Watford verði að falla. Með áframhaldandi gengi verður það allavega niðurstaðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner