Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 10:51
Elvar Geir Magnússon
Forest gerði tilboð í Wissa
Mynd: EPA
Nottingham Forest vill viðhalda góðum árangri sínum á tímabilinu en liðið er í Meistaradeildarsæti, sex stigum á eftir toppliði Liverpool.

Forest hefur gert 22 milljóna punda tilboð í sóknarmanninn Yoane Wissa en nokkuð víst er að það þarf talsvert hærra tilboð til að Brentford íhugi að segja já.

Forest vill leikmann sem getur veitt Chris Wood samkeppni og einnig leyst hann af ef á þarf að halda. Wood er með 14 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu en Wissa hefur skorað 11 í 19 spiluðum leikjum.

Wissa á átján mánuði eftir af samningi sínum við Brentford en hann er í miklum metum hjá félaginu og staðið sig vel í að fylla skarðið sem Ivan Toney skildi eftir sig.

Wissa er 28 ára og þetta gæti verið glugginn fyrir Brentford að geta selt hann á sem hæstu verði en eins og áður segir þarf tilboðið líklega að vera mun hærra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner