Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi að selja leikmann í skoska boltann
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Norska félagið Brann er að selja miðjumanninn Sander Kartum til skoska félagsins Hearts.

Kaupverðið er um 380 þúsund evrur eða um 58 milljónir íslenskra króna.

Kartum er 29 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Brann frá 2023. Hann er fjölhæfur leikmaður sem átti þátt í því að Brann hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Freyr Alexandersson tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Brann en það verða breytingar á liðinu undir hans stjórn.


Athugasemdir
banner
banner
banner