Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 10:32
Magnús Már Einarsson
Klopp svaraði tíu ára aðdáanda Man Utd með góðu bréfi
Jurgen Klopp vill ekki láta Liverpool tapa.
Jurgen Klopp vill ekki láta Liverpool tapa.
Mynd: Getty Images
Daragh Curley, tíu ára aðdáandi Manchester United, sendi á dögunum bréf á Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Curley spurði Klopp hvort að hann gæti látið Liverpool hætta að vinna leiki til að liðið yrði ekki enskur meistari.

„Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót setjið þið met yfir taplausa leiki í enska fótboltanum. Það er mjög sorglegt fyrir mig sem stuðningsmann United," skrifaði Daragh.

„Næst þegar Liverpool spilar, vinsamlegast láttu þá tapa. Þú ættir að leyfa hinu liðinu að skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vinna ekki deildina eða neinn leik til viðbótar."

Klopp var ekki til í að verða við beiðni Daragh en hann sendi honum langt og ítarlegt svar.

„Eins mikið og þú vilt að Liverpool tapi þá er mitt starf að gera allt sem ég get til að hjálpa Liverpool að vinna því það eru milljónir manns um allan heim sem vilja sjá það gerast. Ég vil ekki valda þeim vonbrigðum," sagði Klopp í svari sínu.

Klopp hrósaði Daragh fyrir ástríðu sína og sagði að Manchester United væri heppið að eiga hann sem stuðningsmann.

Hér að neðan má sjá bréfið frá Daragh og síðan svarið frá Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner