Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. febrúar 2020 14:04
Elvar Geir Magnússon
KSÍ krefst þess að fá pening frá Reykjavíkurborg
Guðni Bergsson í stúkunni.
Guðni Bergsson í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ fer fram á að Reykjavíkurborg komi til móts við sambandið með fjárframlagi vegna kostnaðar sem fylgir landsleiks Íslands og Rúmeníu.

RÚV greinir frá þessu og segir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi sent Degi B. Eggertssyni bréf vegna kostnaðar við leikinn.

Ísland mætir Rúmeníu í umspili fyrir EM þann 26. mars en umframkostnaður miðað við hefðbundinn leik gæti numið um 70 milljónum króna.

Í bréfinu segir að þar sem Reykjavíkurborg sé aðaleigandi vallarins og samstarfsaðili KSÍ um rekstur hans, ætti borgin að styrkja aðgerðirnar með fjárframlagi.

Þrjár vikur fyrir leik verður sett sérstök hitapylsa yfir völlinn þar sem þjóðarleikvangurinn hefur ekki undirhita, ólíkt nær öllum þjóðarleikvöngum heimsins.

Í bréfinu ítrekar Guðni einnig að Laugardalsvöllur í núverandi mynd, án hitalagna undir grasi og opinn til tveggja átta, henti engan veginn breytingum á leikjafyrirkomulagi karlalandsliðsins þar sem liðið má ekki leika heimaleiki í mars og nóvember í riðlakeppni stórmóta vegna aðstæðna.
Athugasemdir
banner
banner
banner