Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 21. febrúar 2021 10:45
Aksentije Milisic
Þrír fæddir 2006 léku í A-deild Lengjubikarsins
Elvar Máni og Arnar Grétarsson.
Elvar Máni og Arnar Grétarsson.
Mynd: KA
Það fóru fram sjö leikir í A-deild lengjubikarsins í gær og litu nokkur áhugaverð úrslit dagsins ljós.

Einn þeirra var viðureign FH og Víkings Reykjavík en Víkingur fór illa með FH og slátraði leiknum 1-6. FH-ingar komust yfir í leiknum en sáu ekki til sólar eftir það.

Annað sem var áhugavert úr þeim leik er það að leikmaður fæddur árið 2006 kom inn af bekknum hjá FH. Sá heitir William Cole Campbell en hann kom inn á strax eftir hálftíma leik. William er nýorðinn fimmtán ára gamall.

KA menn mættu Víkingi frá Ólafsvík og áttu ekki í neinum vandræðum með þá. Gestirnir frá Akureyri unnu öruggan 5-0 sigur en í þeim leik komu þeir Elvar Máni Guðmundsson og Valdimar Logi Sævarsson inn af bekknum undir lok leiks. Þeir eru báðir fæddir árið 2006 og eru fjórtán ára gamlir.

Gaman að sjá þessa ungu og efnilega leikmenn fá tækifæri í A-deildinni í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner