Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö lið í viðbót inn á EM kvenna - Ísland á meðal þátttökuþjóða
Bæði Svíþjóð og Ísland verða á mótinu.
Bæði Svíþjóð og Ísland verða á mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram leikir í undankeppni EM kvenna í síðustu viku og verður einnig leikið í þessari viku.

Það er verið að klára undankeppnina en ekki var hægt að klára alla riðla á síðasta ári út af kórónuveirufaraldrinum.

Ísland er nú þegar búið að tryggja sér þáttökurétt á mótinu sem verður haldið á Englandi sumarið 2022.

Það eru 11 lið komin á mótið en tvö lið til viðbótar tryggðu sér farseðil í síðustu viku. Spánn bókaði miða á mótið með hvorki meira né minna en 13-0 sigri á Aserbaídsjan og Finnland tryggði sig inn á mótið með 1-0 sigri gegn Portúgal. Finnar eru á leið á sitt fjórða Evrópumót, eins og Ísland.

Það eru tvö sæti til viðbótar í boði beint á mótið og skýrist það allt saman í þessari viku. Tvö lið eiga eftir að komast beint á mótið með góðan árangur í öðru sæti í undanriðlunum. Ísland er eina liðið sem er komið áfram í þeim flokki eftir að hafa lent í öðru sæti í sínum riðli. Austurríki og Sviss eru inni eins og staðan er núna.

Það verða þrjár viðureignir í umspili um síðustu þrjú lausu sætin á mótið. Ljóst er að Norður-Írland, Rússland og Úkraína taka þátt í umspilinu en ekki er ljóst hver hin þrjú liðin verða.

Liðin sem eru komin á mótið: Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Spánn og Portúgal.

Það eru fimm laus sæti eftir á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner