Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 21. febrúar 2024 13:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Holgate varð fyrir miklum fordómum - „Ekkert pláss fyrir rasisma í okkar leik"
Mynd: Getty Images

Mason Holgate varnarmaður Sheffield United hefur orðið fyrir miklum rasisma á samfélagsmiðlum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Brighton um síðustu helgi.


Holgate fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Kaoru Mitoma eftir tæplega stundarfjórðung en dómari leiksins gaf honum gult í upphafi en eftir skoðun í VAR ákvað hann að rífa upp rauða spjaldið.

Sheffield United hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun stuðningsmannana.

„Sheffield United fordæmir á sem sterkustu nótum rasismann sem Mason Holgate hefur orðið fyrir eftir leik liðsins á sunnudaginn gegn Brighton í úrvalsdeildinni. Það er ekkert pláss fyrir rasisma í okkar leik," segir í yfirlýsingunni.

Þá kemur einnig fram að félagið muni aðstoða yfirvöld að rannsaka málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner