Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: KR-ingar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki
KR-ingar hafa verið frábærir á undirbúningstímabilinu
KR-ingar hafa verið frábærir á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 3 - 1 Njarðvík
0-1 Martin Klein ('12 )
1-1 Aron Sigurðarson ('28 )
2-1 Theodór Elmar Bjarnason ('36 )
3-1 Hrafn Guðmundsson ('90 )

KR-ingar unnu þriðja leik sinn í A-deild Lengjubikarsins er liðið bar sigurorð af Njarðvík, 3-1, á KR-vellinum í kvöld.

Njarðvíkingar fengu óskabyrjun er færeyski leikmaðurinn Martin Klein skoraði á 12. mínútu leiksins. Sú forysta varði ekki lengi en það var Aron Sigurðarson sem jafnaði metin aðeins sextán mínútum síðar.

Theodór Elmar Bjarnason kom KR-ingum yfir á 36. mínútu og var staðan því í hálfleik, 2-1, heimamönnum í vil.

Hinn ungi og efnilegi Hrafn Guðmundsson gerði þriðja mark KR-inga undir lok leiks.

KR er með 9 stig í efsta sæti riðils 3 en Njarðvík í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner