Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. mars 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
javier Tebas: Evrópski boltinn fer aftur af stað í maí
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti La Liga, býst við að spænska tímabilinu ljúki fyrir 30. júní þrátt fyrir öll vandræðin sem hafa skapast vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Æðstu menn hinna ýmsu knattspyrnuhreyfinga í Evrópu hafa verið að funda saman um hvernig best sé að tækla deildartímabilin í kjölfar faraldursins.

Tebas er einn þeirra og virðist bjartsýnn á að keppni geti hafist að nýju í upphafi maí, eða eftir rétt rúman mánuð.

„Evrópskur fótbolti ætti að vera kominn á fullt skrið um miðjan maí. Þetta veltur þó auðvitað allt á hvernig heimsfaraldurinn þróast," sagði Tebas.

„Tímabilið gæti vel farið fyrr af stað en við höfum sett okkur miðjan maí sem markmið.

„Við viljum ljúka deildartímabilunum fyrir 30. júní og verðum því að fara aftur af stað fyrir síðustu vikuna í maí, svo mikið er víst."


Takist að ljúka tímabilinu 30. júní þá væri það fullkomið af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna samninga leikmanna sem renna margir út þau mánaðarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner