Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 21. mars 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tapaði sjóninni en ekki fótboltaáhuganum
Southampton fagnar marki á þessari leiktíð.
Southampton fagnar marki á þessari leiktíð.
Mynd: Getty Images
St Marys Stadium, heimavöllur Southampton.
St Marys Stadium, heimavöllur Southampton.
Mynd: Getty Images
Steve Jarvis tapaði sjóninni, en ekki fótboltaáhuganum í slysi árið 1984. „Ég var meðvitundarlaus í 71 dag samtals," segir hinn hressi Steve í samtali við Guardian.

Hann lenti í mótorhjólaslysi árið 1984 sem varð til þess að hann missti sjónina. Hann var í dái eftir slysið hræðilega.

Steve, sem er núna með 20% sjón í vinstra auga sínu, er ársmiðahafi hjá Southampton og fer á alla leiki sem hann kemst á, ásamt syni sínum, Dan, sem hefur verið leiðsögumaður fyrir föður sinn frá því hann var sex ára gamall.

„Fólk sagði við mig: 'Þú ferð ekki aftur á völlinn því þú sérð ekki leikinn'. Ég sagði: 'Ekki möguleiki, ég fer aftur á völlinn.' Ég vildi vera þarna og styðja við liðið," segir Steve.

Steve hlustar á lýsingu af leiknum og áður fyrr lýsti sonur hans stundum því fyrir hann hvað var að gerast í leiknum. Fyrir tveimur árum síðan hóf Southampton sérstaka þjónustu, svokallaða Audio Description Service, fyrir það fólk sem er blint eða að hluta til blint. Í þessari þjónustu flytja sérstaklega lærðir lýsendur tíðindi af því sem er að gerast á hverri einustu stundu leiksins. Dan þarf þó einstaka sinnum að hlaupa í skarðið.

„Við fórum til Macclesfield fyrr á tímabilinu og þeir voru ekki með útvörp þar þannig að ég lýsti leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Aðrir stuðningsmenn voru örugglega að hugsa með sér hvað þessi gaur væri að blaðra um," segir Dan.

Fótboltinn hefur hjálpað Steve mikið. „Ég gat ekki sinnt hlutverki mínu þannig sem faðir að ég get sagt: 'Komdu, við erum að fara að veiða eða komdu út í fótbolta'."

Dan lítur mikið upp til föður síns. „Ég hef alltaf hugsað með mér þegar ég á erfiða daga eða verð eitthvað pirraður: 'Pabbi hefur fulla ástæðu til þess að gefast upp en hann gerir það ekki, þess vegna hef ég enga afsökun'."

Greinina má lesa í heild sinni hérna, en þeir feðgar vinna nú að því að styrkja gott málefni. Þeir hafa fengið nokkur knattspyrnufélög með sér í lið með það að markmiði að hjálpa blindum hermönnum og Bláa Krossinn (dýraaðstoð).

Athugasemdir
banner
banner
banner