Það hefur verið gerð breyting á leikmannahópi landsliðsins fyrir leikina gegn Bosníu/Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni HM 2024.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson meiddist á æfingu í dag þegar hann fékk höfuðhögg undir lok æfingarinnar. Hákon Rafn Valdimarsson kemur inn í hópinn í hans stað.
Ísland mætir Bosníu/Hersegóvínu á fimmtudaginn en búast má við því að Rúnar Alex Rúnarsson verði í markinu.
Ásamt Rúnari og Hákoni er Patrik Sigurður Gunnarsson í hópnum.
Breyting á leikmannahópi A karla.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 21, 2023
Út: Elías Rafn Ólafsson (meiðsli).
Inn: Hákon Rafn Valdimarsson.#afturáEM pic.twitter.com/Y0YtzIJCGK
Athugasemdir