Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Calafiori meiddist á hné eftir að hafa runnið til á blautum San Siro
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori þurfti að fara af velli í 2-1 tapi Ítalíu gegn Þýskalands í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í gær en óttast er að hann gæti verið lengi frá.

Arsenal-maðurinn rann til á blautu grasinu á San Siro-leikvanginum í Mílanó þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka.

Calafiori, sem kom til Arsenal frá Bologna á síðasta ári, hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og byrjað þrjá af síðustu fimm í deildinni.

Atvikið leit ekki vel út en það væri högg fyrir Arsenal að missa breidd í varnarlínunni á þessum tímapunkti tímabilsins.

„Við vitum ekki enn ef hann er meiddur. Ricky finnur fyrir einhverjum skrítnu í hnénu en við vitum ekkert á þessari stundu,“ sagði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska landsliðsins, við fjölmiðla.


Athugasemdir
banner
banner