Dean Huijsen lék í gær sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður í leiks Spánar gegn Hollandi. Fyrir utan að vera fyrsti leikur Huijsen með A-landsliðinu var leikurinn sérstakur fyrir þær sakir að hann er með sterkar tengingar við Holland.
Huijsen er 19 ára miðvörður sem spilar með Bournemouth. Hann lék á sínum tíma með yngri landsliðum Hollands, og var þar fyrirliði, en hefur spilað fyrir Spán frá því að hann fékk kallið í U21 landsliðið í fyrra.
Huijsen er fæddur í Amsterdam en fjölskyldan flutti til Marbella á Spáni þegar hann var fimm ára gamall og varð hann spænskur ríkisborgari í febrúar í fyrra. Hann er uppalinn hjá Malaga og Juventus og kom til Bournemouth síðasta sumar.
Huijsen er 19 ára miðvörður sem spilar með Bournemouth. Hann lék á sínum tíma með yngri landsliðum Hollands, og var þar fyrirliði, en hefur spilað fyrir Spán frá því að hann fékk kallið í U21 landsliðið í fyrra.
Huijsen er fæddur í Amsterdam en fjölskyldan flutti til Marbella á Spáni þegar hann var fimm ára gamall og varð hann spænskur ríkisborgari í febrúar í fyrra. Hann er uppalinn hjá Malaga og Juventus og kom til Bournemouth síðasta sumar.
Hann er búinn að eiga frábært tímabil á Englandi og verið bæði orðaður við Real Madrid og Liverpool.
Hann kom inn í leikinn á 40. mínútu vegna meiðsla Pau Cubarsi í vörn Spánar. Leikurinn í gær var liður í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og endaði með 2-2 jafntefli. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudag.
Athugasemdir