Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Grótta skoraði sex - Víðir tryggði toppsætið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í B-deild Lengjubikars karla í kvöld þar sem Grótta vann á útivelli á meðan Víðir gerði óvænt jafntefli við Ými eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir.

Grótta heimsótti ÍH og skoraði sex mörk í Hafnarfirði, þar sem Patrik Orri Pétursson var atkvæðamestur með tvennu.

Staðan var 0-3 í leikhlé og komust Seltirningar í fimm marka forystu áður en heimamenn í liði ÍH minnkuðu muninn, en lokatölur urðu 1-6. Birgir Davíðsson Scheving var í byrjunarliði Gróttu og skoraði eitt mark, en hann er fæddur 2009.

Grótta lýkur því riðlakeppninni í öðru sæti og er Kári búinn að sigra riðilinn þrátt fyrir að eiga einn leik til góða. Kári er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Víðir tryggði sér toppsætið í sínum riðli í B-deildinni með jafntefli gegn Ými í kvöld. Markús Máni Jónsson og David Toro Jimenez tóku forystuna fyrir Víðismenn, en heimamenn í liði Ýmis neituðu að gefast upp.

Þeir gerðu sjö skiptingar í síðari hálfleik og tókst að lokum að jafna leikinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Fyrst skoraði Baldvin Dagur Vigfússon áður en Patrik Hermannsson gerði dramatískt jöfnunarmark á 85. mínútu.

Víðir vinnur riðilinn með 11 stig eftir 5 umferðir. Ýmir endar með 4 stig.

ÍH 1 - 6 Grótta
0-1 Patrik Orri Pétursson ('31 )
0-2 Viktor Orri Guðmundsson ('38 )
0-3 Birgir Davíðsson Scheving ('43 )
0-4 Axel Sigurðarson ('52 )
0-5 Patrik Orri Pétursson ('80 , Mark úr víti)
1-5 Arnór Pálmi Kristjánsson ('81 )
1-6 Tómas Karl Magnússon ('93)

Ýmir 2 - 2 Víðir
0-1 Markús Máni Jónsson ('5 )
0-2 David Toro Jimenez ('51 )
1-2 Baldvin Dagur Vigfússon ('76 )
2-2 Patrik Hermannsson ('85 )



ÍH Jakub Jan Mazur (m), Jhon Orlando Rodriguez Vergara, Jón Már Ferro (85'), Bjarki Dan Andrésson, Arnór Pálmi Kristjánsson, Brynjar Jónasson (46'), Gísli Þröstur Kristjánsson (48'), Ricardo Alejandro Rivas Garcia (65'), Arnór Snær Magnússon, Unnar Birkir Árnason (46'), Brynjar Ásgeir Guðmundsson (75')
Varamenn Almar Aðalsteinsson (46'), Kristjón Benedikt Hofstaedter (46'), Arnar Sigþórsson (48'), Styrmir Ási Kaiser (89'), Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson, Úlfur Torfason (75'), Nukánguaq Kasper Marthe G Zeeb (65')

Grótta Kristófer Melsted (63'), Patrik Orri Pétursson, Caden Robert McLagan, Grímur Ingi Jakobsson, Axel Sigurðarson (63'), Birgir Davíðsson Scheving (46'), Viktor Orri Guðmundsson (46'), Kristófer Dan Þórðarson, Dagur Bjarkason (46'), Hrannar Ingi Magnússon, Marvin Darri Steinarsson (63')
Varamenn Tómas Karl Magnússon (63), Halldór Hilmir Thorsteinson (63), Aron Bjarni Arnórsson (46), Benedikt Þór Viðarsson (46), Magnús Birnir Þórisson (46), Alexander Arnarsson (63) (m)



Ýmir Benedikt Briem (m), Guðmundur Axel Blöndal, Patrik Hermannsson, Andri Már Harðarson (76'), Tómas Orri Barðason (57'), Anton Karl Sindrason (66'), Arian Ari Morina, Björn Ingi Sigurðsson (57'), Jón Arnór Guðmundsson (60'), Hannes Blöndal (46'), Tómas Breki Steingrímsson (66')
Varamenn Arnar Máni Ingimundarson (60'), Jónatan Freyr Hólmsteinsson (76'), Hörður Máni Ásmundsson (66'), Baldvin Dagur Vigfússon (57'), Arnar Vilhelm Guðmundsson (57'), Theodór Unnar Ragnarsson (46'), Steinn Logi Gunnarsson (66')

Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia (m), Hammed Obafemi Lawal, Alexis Alexandrenne, Markús Máni Jónsson, David Toro Jimenez, Daniel Beneitez Fidalgo (73'), Björgvin Freyr Larsson, Haraldur Smári Ingason (78'), Cameron Michael Briggs, Dominic Lee Briggs, Kristófer Snær Jóhannsson (66')
Varamenn Dusan Lukic (78), Þórir Guðmundsson, Tómas Freyr Jónsson, Aron Örn Hákonarson (66), Eyþór Ingi Einarsson, Róbert William G. Bagguley (73), Jón Garðar Arnarsson (m)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víðir 5 3 2 0 8 - 3 +5 11
2.    Ægir 5 3 0 2 14 - 9 +5 9
3.    Augnablik 4 2 1 1 8 - 6 +2 7
4.    Árborg 5 2 0 3 11 - 13 -2 6
5.    Ýmir 5 1 1 3 9 - 11 -2 4
6.    Víkingur Ó. 4 1 0 3 3 - 11 -8 3
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 4 4 0 0 19 - 5 +14 12
2.    Grótta 5 3 1 1 14 - 6 +8 10
3.    Haukar 5 2 2 1 16 - 7 +9 8
4.    Árbær 5 2 0 3 17 - 18 -1 6
5.    Sindri 4 1 0 3 7 - 16 -9 3
6.    ÍH 5 0 1 4 3 - 24 -21 1
Athugasemdir
banner
banner
banner