Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Dembele geti unnið Ballon d'Or í ár - „Fullt af leikmönnum farnir að hræðast hann“
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Matteo Guendouzi segir að landsliðsfélagi hans, Ousmane Dembele, geti unnið Ballon d'Or síðar á þessu ári, en þetta sagði hann á blaðamannafundi á dögunum.

Dembele er 27 ára gamall og er ekkert hægt að neita því að hæfileikarnir hafa alltaf verið miklir.

Það sást snemma á atvinnumannaferli hans og var það Borussia Dortmund sem tók sénsinn á honum. Hann lék aðeins eitt tímabil þar og var valinn í lið ársins í Þýskalandi áður en Barcelona festi kaup á honum fyrir metfé.

Frakkinn náði aldrei að kreista það fram besta úr sjálfum sér og var alltaf þessi „næstum því“ leikmaður. Hann bauð annað slagið upp á töfra á Nou Camp, en meiðsli og 130 milljóna evra verðmiðinn varð honum of þung byrði.

Dembele ákvað að halda aftur heim til Frakklands og semja við PSG árið 2023 þar sem hann hefur verið að blómstra á ný. Frakkinn hefur skorað 30 mörk og gefið 6 stoðsendingar í öllum keppnum og er Guendouzi sannfærður um að hann komi til greina í valið fyrir Ballon d'Or, en þau verðlaun eru veitt besta leikmanni heims á ári hverju.

„Það sem hann er að gera núna gerir hann að sennilegu kandídat fyrir Ballon d'Or. Hann hefur alltaf haft möguleikann á að gera það enda er hann einn af bestu leikmönnum heims, jafnvel án markanna, er hann í topp þremur. Hann er að bæta við tölfræðina og um leið að staðfesta það sem við höfum vitað lengi. Það er fullt af leikmönnum sem eru farnir að hræðast hann,“ sagði Guendouzi á blaðamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner