Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. apríl 2021 16:02
Elvar Geir Magnússon
Afsökunarbeiðni frá Glazer til stuðningsmanna Man Utd
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Mynd: Getty Images
Joel Glazer einn af eigendum Manchester United hefur skrifað opið bréf til stuðningsmanna þar sem beðist er fyrirgefningar á því að félagið tók þátt í áætlunum um Ofurdeildina.

Þær áætlanir eru nú orðnar að engu en öll sex ensku félögin sem stóðu að deildinni hafa dregið sig úr áformunum.

Glazer fjölskyldan er gríðarlega umdeild en miðað við bréfið frá Joel þá hyggst hún reyna að vinna sér inn traust stuðningsmanna.

„Til allra stuðningsmanna Manchester United. Undanfarna daga höfum við fengið að kynnast þeirri ástríðu sem fótboltinn skapar og þeirri miklu tryggð sem stuðningsmenn hafa í garð þessa frábæra félags," segir Glazer.

„Þið gerðuð það alveg ljóst að þið eruð mótfallin Ofurdeildinni og við höfum hlustað. Við gerðum mistök og við viljum sýna að við getum leiðrétt mistök. Þrátt fyrir að tíma taki fyrir sárin að gróa þá er ég ákveðinn í að endurbyggja traust við stuðningsmenn og læra af þeim skilaboðum sem þið senduð."

„Í leit okkar að því að tryggja öruggara umhverfi fyrir félagið þá sýndum við sögu leiksins og hefð óvirðingu. Við sjáum eftir því. Þetta er magnaðasta félag heims og við biðjumst afsökunar á þeirri ólgu sem hefur átt sér stað undanfarna daga."

Það er afskaplega sjaldgæft að Joel Glazer tjái sig opinberlega um Manchester United en með því að smella hér má lesa þetta opna bréf hans í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner