mið 21. apríl 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Koeman: UEFA hugsar bara um peninga
Ronald Koeman vill breytingar
Ronald Koeman vill breytingar
Mynd: Getty Images
„Það sem skiptir UEFA mestu máli eru peningarnir," segir Ronald Koeman, þjálfari Barcelona er hann var spurður út í Ofurdeildina.

Ekkert verður af Ofurdeildinni sem var sett á laggirnir á sunnudag en innan við tveimur sólarhringum síðar var henni slaufað.

UEFA tilkynnti áhorf um breytt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu á dögunum. Ákveðið var að fjölga liðum úr 32 yfir í 36 lið og verða leikir í riðlakeppninni nú tíu í stað sex.

Koeman er ósáttur við þessar breytingar enda telur hann að leikmenn spili of marga leiki á heilu tímabili.

„Það er ótrúlegt hvað leikmenn hafa þurft að spila marga leiki á síðustu árum. Það eru allir að tala um Ofurdeildina eða nýtt fyrirkomulag á Meistaradeildinni eða öðrum leiðum til að spila í Evrópu," sagði Koeman.

„UEFA talar mikið en er ekki að gera neitt eða hlusta á fólkið sem kemur að fótboltanum. Þeir hlusta hvorki á þjálfarana né leikmennina hvað varðar leikina. Peningarnir eru mikilvægastir."

„Við spilum klukkan 10 annað kvöld og það er ekki hugsað fyrir hag leikmanna deildarinnar.Það er það mikilvægasta í þessu og það er eðlilegt að hugsa um framtíð fótboltans en fyrst þarf að vernda fótboltamennina,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner