Kári 2 - 2 Víðir
1-0 Matthías Daði Gunnarsson ('51)
2-0 Matthías Daði Gunnarsson ('71)
2-1 Markús Máni Jónsson ('82)
2-2 Paolo Gratton ('83)
1-3 í vítaspyrnukeppni
1-0 Matthías Daði Gunnarsson ('51)
2-0 Matthías Daði Gunnarsson ('71)
2-1 Markús Máni Jónsson ('82)
2-2 Paolo Gratton ('83)
1-3 í vítaspyrnukeppni
Kári og Víðir áttust við í undanúrslitum í B-deild Lengjubikars karla í dag og úr varð gríðarlega spennandi leikur á milli þessa tveggja liða sem fóru saman upp úr 3. deildinni í fyrra.
Staðan var markalaus í hálfleik en Matthías Daði Gunnarsson tók forystuna fyrir Kára skömmu eftir leikhlé.
Matthías Daði tvöfaldaði svo forystu heimamanna á Akranesi á 71. mínútu og virtist góður sigur vera í höfn, en svo var ekki.
Markús Máni Jónsson og Paolo Gratton skoruðu sitthvort markið með afar stuttu millibili til að jafna metin og knýja undanúrslitaleikinn í vítakeppni.
Þar hafði Víðir betur þar sem heimamönnum tókst ekki að skora framhjá Joaquin Ketlun Sinigaglia í markinu. Garðsmenn unnu vítakeppnina 3-1.
Athugasemdir