Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. maí 2021 13:50
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Maguire missi af úrslitaleiknum - Þarf að styrkja Man Utd
Harry Maguire er meiddur.
Harry Maguire er meiddur.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, býst við því að fyrirliðinn Harry Maguire verði ekki klár fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag, þegar United mætir Villarreal í Gdansk í Póllandi.

Maguire meiddist á ökkla í sigri United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr á þessu tímabili.

Hann mætti á sýningu á kvikmynd Sir Alex Ferguson á Old Trafford í gær og var þá ekki á hækjum. Það vakti vonir um að hann yrði klár fyrir úrslitaleikinn.

Solskjær segist ekki hafa gefið upp vonina en að hann telji að Maguire verði þó ekki leikfær.

„Hann getur gengið en það er ekki það sama og að geta hlaupið. Við vonum það besta en ég tel að við sjáum hann ekki spila í Gdansk," segir Solskjær. „Hann er á batavegi en þetta tekur tíma."

Þá er ljóst að sóknarmaðurinn Anthony Martial missir af úrslitaleiknum.

Manchester United mætir Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en United er öruggt með annað sæti deildarinnar.

Solskjær segir að United þurfi að styrkja sig fyrir næsta tímabil ef það ætlar að berjast á toppnum.

„Ég vona að við náum að styrkja okkur með tveimur til þremur leikmönnum, við þurfum nauðsynlega á því að halda til að berjast um toppsætið. Við erum ekki komnir á þann stað sem við vonuðumst eftir," seigr Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner