Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. maí 2022 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe og forsetinn í skýjunum - „Stórkostlegt augnablik í sögu PSG"
Kylian Mbappe og Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG
Kylian Mbappe og Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe framlengdi í dag samning sinn við franska félagið Paris Saint-Germain til næstu þriggja ára en þetta var kynnt fyrir leik liðsins gegn Brest í lokaumferð frönsku deildarinnar.

Sagan endalausa tók loksins endi. Eftir viðræður við bæði PSG og Real Madrid ákvað Mbappe að taka risatilboði franska félagsins og samdi hann í kvöld.

Hann mun gegna risastóru hlutverki bæði innan sem utan vallar en talið er að hann þéni eitthvað í kringum 100 milljónir evra í árslaun og þá fær hann 300 milljónir evra fyrir að skrifa undir samninginn.

Mbappe mun fá völd utan vallar líka en hann fær að koma að ákvörðunum um leikmannakaup og hver tekur við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála. Þá kemur hann líka að því hver tekur við sem þjálfari. LeBron James fótboltans.

„Ég er mjög ánægður. Ég get haldið áfram að vaxa hjá félagi eins og Paris Saint-Germain, sem mun gefa allt til þess að spila á hæsta stigi. Ég er einnig mjög ánægður að geta verið áfram í Frakklandi, þar sem ég er fæddur, uppalinn og þar sem ég blómstraði," sagði Mbappe.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, var sérstaklega ánægður með ákvörðun Mbappe.

„Þetta er stórkostlegt augnablik í sögu PSG. Mbappe verður nú flaggskip félagsins til margra ára, bæði innan sem utan vallar. Ég er mjög stoltur og ánægður og nú munum við fletta fallegustu blaðsíðunum í sögu okkar," sagði Al-Khelaifi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner