Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Al Ittihad vill fá Mourinho - Allegri einnig á listanum
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al Ittihad er með portúgalska þjálfarann Jose Mourinho efstan á óskalista sínum fyrir næstu leiktíð en þetta segir blaðamaðurinn Bruno Andrade.

Mourinho var rekinn frá ítalska félaginu Roma í byrjun árs en hann hefur verið reglulega orðaður við félög í Sádi-Arabíu síðustu mánuði.

Andrade segir Mourinho efstan á blaði hjá Al Ittihad, sem varð deildarmeistari á síðasta ári.

Mourinho hefur einnig verið orðaður við Besiktas og Fenerbahce í Tyrklandi.

Max Allegri er annað nafn sem Al Ittihad er að skoða en hann var rekinn frá Juventus aðeins nokkrum dögum eftir að hafa unnið ítalska bikarinn með liðinu.

Óviðeigandi hegðun hans í kringum úrslitaleikinn varð honum að falli en hann fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og lét öllum illum látum. Þjálfarinn reif af sér fötin og hótaði þá ritstjóra Tuttosport eftir leikinn.

Juventus sagði þetta ekki í samræmi við gildi félagsins og var hann því látinn fara.
Athugasemdir
banner