Gareth Southgate hefur valið 33 manna úrtakshóp fyrir Evrópumótið í sumar. Hópurinn verður svo skorinn niður í 26 leikmennn.
Eins og enskir fjölmiðlar sögðu frá í morgun þá eru Jordan Henderson og Marcus Rashford ekki í hópnum. Leikmenn eins og Ben Chilwell, Reece James, Kalvin Phillips, Nick Pope, Raheem Sterling, Jadon Sancho og Levi Colwill fara heldur ekki með.
Eins og enskir fjölmiðlar sögðu frá í morgun þá eru Jordan Henderson og Marcus Rashford ekki í hópnum. Leikmenn eins og Ben Chilwell, Reece James, Kalvin Phillips, Nick Pope, Raheem Sterling, Jadon Sancho og Levi Colwill fara heldur ekki með.
Í hópnum eru fimm leikmenn sem hafa ekki enn spilað landsleik en það eru Jarrell Quansah og Curtis Jones úr Liverpool, Jarrad Branthwaite úr Everton, Adam Wharton úr Crystal Palace og James Trafford úr Burnley. Ólíklegt er að Trafford fari með á mótið en hann er fjórði markvörður í hópnum.
Kobbie Mainoo, ungur miðjumaður Man Utd, er í hópnum en allan hópinn má sjá hér fyrir neðan.
„Það hefur aldrei verið flóknara að velja hópinn," sagði Southagte þegar hann opinberaði liðsvalið sitt.
Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal), James Trafford (Burnley).
Varnarmenn: Jarrad Branthwaite (Everton), Lewis Dunk (Brighton), Joe Gomez (Liverpool), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), Harry Maguire (Manchester United), Jarell Quansah (Liverpool), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Manchester City).
Miðjumenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Conor Gallagher (Chelsea), Curtis Jones (Liverpool), Kobbie Mainoo (Manchester United), Declan Rice (Arsenal), Adam Wharton (Crystal Palace).
Framherjar: Jude Bellingham (Real Madrid), Jarrod Bowen (West Ham), Eberechi Eze (Crystal Palace), Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle), Harry Kane (Bayern Munich), James Maddison (Tottenham), Cole Palmer (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Brentford), Ollie Watkins (Aston Villa).
Athugasemdir