Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   þri 21. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur var að vonum nokkuð sáttur eftir 3-0 sigur á liði Aftureldingar í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn litaðist þó nokkuð þó af brottrekstri markvarðar Aftureldingar í fyrri hálfleik sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Sami Kamel í upplögðu marktækifæri í teignum að mati dómara leiksins,

„Við sköpuðum okkur þessar aðstæður með góðri pressu. Mér fannst þetta aldrei í hættu eftir að við erum komnir yfir og þeir orðnir einum færri.“

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Keflavíkurliðið byrjaði leikinn betur án þess þó að skapa sér afgerandi færi til að tala um. Um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn sagði Frans.

„Við ætluðum að nýta okkur að völlurinn er kannski ekkert sérstakur og þeir eru svona lið sem vilja spila boltanum út frá markinu og við refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu “

Keflavík sótti sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Hver var munurinn á liðinu í kvöld miðað við í fyrri umferðum?

„Mér fannst við bara ná að hrista af okkur þessa byrjun og einbeta okkur að því að spila fótbolta sem lið. Vera kraftmiklir og spila boltanum einfalt og hafa gaman að því að vera í fótbolta.“

Frans átti fínan leik á miðju Keflavíkur í dag og var óheppinn að skora ekki þegar bylmingsskot hans small í þverslánni. Vildi hann sýna alvöru frammistöðu í kvöld eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarsigri Keflavíkur á ÍA á dögunum sem hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fyrr í dag.

„Já ég myndi alveg segja það. Ég frétti fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í hálfgerðu sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því, þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir