Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 21. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur var að vonum nokkuð sáttur eftir 3-0 sigur á liði Aftureldingar í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn litaðist þó nokkuð þó af brottrekstri markvarðar Aftureldingar í fyrri hálfleik sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Sami Kamel í upplögðu marktækifæri í teignum að mati dómara leiksins,

„Við sköpuðum okkur þessar aðstæður með góðri pressu. Mér fannst þetta aldrei í hættu eftir að við erum komnir yfir og þeir orðnir einum færri.“

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Keflavíkurliðið byrjaði leikinn betur án þess þó að skapa sér afgerandi færi til að tala um. Um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn sagði Frans.

„Við ætluðum að nýta okkur að völlurinn er kannski ekkert sérstakur og þeir eru svona lið sem vilja spila boltanum út frá markinu og við refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu “

Keflavík sótti sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Hver var munurinn á liðinu í kvöld miðað við í fyrri umferðum?

„Mér fannst við bara ná að hrista af okkur þessa byrjun og einbeta okkur að því að spila fótbolta sem lið. Vera kraftmiklir og spila boltanum einfalt og hafa gaman að því að vera í fótbolta.“

Frans átti fínan leik á miðju Keflavíkur í dag og var óheppinn að skora ekki þegar bylmingsskot hans small í þverslánni. Vildi hann sýna alvöru frammistöðu í kvöld eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarsigri Keflavíkur á ÍA á dögunum sem hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fyrr í dag.

„Já ég myndi alveg segja það. Ég frétti fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í hálfgerðu sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því, þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner