Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 21. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Lengjudeildin
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur var að vonum nokkuð sáttur eftir 3-0 sigur á liði Aftureldingar í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn litaðist þó nokkuð þó af brottrekstri markvarðar Aftureldingar í fyrri hálfleik sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Sami Kamel í upplögðu marktækifæri í teignum að mati dómara leiksins,

„Við sköpuðum okkur þessar aðstæður með góðri pressu. Mér fannst þetta aldrei í hættu eftir að við erum komnir yfir og þeir orðnir einum færri.“

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Keflavíkurliðið byrjaði leikinn betur án þess þó að skapa sér afgerandi færi til að tala um. Um upplegg Keflavíkur fyrir leikinn sagði Frans.

„Við ætluðum að nýta okkur að völlurinn er kannski ekkert sérstakur og þeir eru svona lið sem vilja spila boltanum út frá markinu og við refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu “

Keflavík sótti sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld eftir að hafa beðið lægri hlut í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Hver var munurinn á liðinu í kvöld miðað við í fyrri umferðum?

„Mér fannst við bara ná að hrista af okkur þessa byrjun og einbeta okkur að því að spila fótbolta sem lið. Vera kraftmiklir og spila boltanum einfalt og hafa gaman að því að vera í fótbolta.“

Frans átti fínan leik á miðju Keflavíkur í dag og var óheppinn að skora ekki þegar bylmingsskot hans small í þverslánni. Vildi hann sýna alvöru frammistöðu í kvöld eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í bikarsigri Keflavíkur á ÍA á dögunum sem hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fyrr í dag.

„Já ég myndi alveg segja það. Ég frétti fyrir leik að bannið hefði verið þyngt í tvo leiki sem ég er í hálfgerðu sjokki yfir. Maður verður bara að lifa með því, þetta var heimskulegt en kannski ekki alveg tveggja leikja bann. “

Sagði Frans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner