Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. maí 2024 22:49
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning að vinna leik eins og alltaf. Á okkar velli fyrir framan okkar fólk og halda hreinu. Bara hrikalega stoltur af strákunum að ná í fyrstu stigin okkar í deildinni.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Aftureldingu á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Vendipunktur leiksins og atriðið sem verður rætt um í tengslum við þennan leik er vítaspyrna og rautt spjald sem dæmt var á Arnar Daða Jóhannesson markvörð Aftureldingar fyrir brot á Sami Kamel. Sá Haraldur atvikið?

„Ég verð bara að viðurkenna að ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann allavega brýtur á honum en hvort hann er að reyna við boltann eða ekki eru menn eitthvað að ræða hvort það sé rautt spjald eða ekki. En reglurnar segja klárlega að það sé ekki rautt ef þú ert að reyna við boltann. En ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að meta það en hann dæmdi víti og rautt. Við svo með undirtökin eftir það og stjórnum svolítið leiknum. Seinni hálfleikurinn var "scrappy" og við þurftum að fá þetta annað mark til þess róa aðeins leikinn hjá okkur niður.“

Haraldur var ekki með svörin á reiðum höndum hver munurinn á frammistöðu liðsins hafi verið í kvöld miðað við fyrstu tvær umferðinar en sá þó vissar framfarir.

„Það er kannski erfitt að ætla að rýna eitthvað í það en í fyrsta leik í deild vorum við alveg fínir. Við bara náðum ekki að nýta færin okkar og á endanum töpum við þeim leik. Gróttu leikurinn var mestu vonbrigðin og lélegasta frammistaða okkar í sumar. Við vorum bara ákveðnir í því og töluðum um að mæta í leikinn og vera til staðar hvort sem það bikarleikur á móti Breiðablik eða útleikur á móti Gróttu. Þetta eru allt saman fótboltaleikir sem við þurfum að´mæta í og vera tilbúnir til þess að berjast. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner