Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   þri 21. maí 2024 22:49
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning að vinna leik eins og alltaf. Á okkar velli fyrir framan okkar fólk og halda hreinu. Bara hrikalega stoltur af strákunum að ná í fyrstu stigin okkar í deildinni.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Aftureldingu á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Vendipunktur leiksins og atriðið sem verður rætt um í tengslum við þennan leik er vítaspyrna og rautt spjald sem dæmt var á Arnar Daða Jóhannesson markvörð Aftureldingar fyrir brot á Sami Kamel. Sá Haraldur atvikið?

„Ég verð bara að viðurkenna að ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann allavega brýtur á honum en hvort hann er að reyna við boltann eða ekki eru menn eitthvað að ræða hvort það sé rautt spjald eða ekki. En reglurnar segja klárlega að það sé ekki rautt ef þú ert að reyna við boltann. En ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að meta það en hann dæmdi víti og rautt. Við svo með undirtökin eftir það og stjórnum svolítið leiknum. Seinni hálfleikurinn var "scrappy" og við þurftum að fá þetta annað mark til þess róa aðeins leikinn hjá okkur niður.“

Haraldur var ekki með svörin á reiðum höndum hver munurinn á frammistöðu liðsins hafi verið í kvöld miðað við fyrstu tvær umferðinar en sá þó vissar framfarir.

„Það er kannski erfitt að ætla að rýna eitthvað í það en í fyrsta leik í deild vorum við alveg fínir. Við bara náðum ekki að nýta færin okkar og á endanum töpum við þeim leik. Gróttu leikurinn var mestu vonbrigðin og lélegasta frammistaða okkar í sumar. Við vorum bara ákveðnir í því og töluðum um að mæta í leikinn og vera til staðar hvort sem það bikarleikur á móti Breiðablik eða útleikur á móti Gróttu. Þetta eru allt saman fótboltaleikir sem við þurfum að´mæta í og vera tilbúnir til þess að berjast. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner