Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 20:09
Brynjar Ingi Erluson
„Tvö lið sem virðast hrædd við að tapa“
Hér má sjá markið sem Tottenham skoraði
Hér má sjá markið sem Tottenham skoraði
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, sparkspekingur á TNT Sports, segir bæði lið vera að spila undir getur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao.

Tottenham leiðir með einu marki gegn engu eftir að Brennan Johnson setti boltann í Luke Shaw sem stýrði honum í eigið net.

Liðunum hefur ekki tekist að ná tökum á leiknum. United hefur verið meira með boltann en ekki gert nóg á meðan Tottenham hefur fengið nokkra ágætis sénsa hinum megin a´vellinum.

Ferdinand, sem lék með United frá 2002-2014, var að búast við meiru.

„Bæði lið hafa verið undir meðallagi. Þetta eru tvö lið sem virðast hrædd við að tapa,“ sagði Ferdinand á TNT

Gareth Bale, fyrrum leikmaður Tottenham, er með honum í settinu og segir hann að stuðningsmönnum sé sama hvaðan markið kemur, bara svo lengi sem það kemur mark.

„Það skiptir engu máli fyrir hinn almenna Tottenham-stuðningsmann. Tottenham hefur líklega verið betra liðið og mun hver einasti stuðningsmaður taka hvaða marki sem er,“ sagði Bale.
Athugasemdir
banner