Tottenham er komið í forystu gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao.
Liðin hafa skipst á að sækja í þessum mikilvæga leik og verið svipað hættuleg fram á við.
Eina markið er komið og datt það Tottenham megin. Pape Matar Sarr kom með fyrirgjöf á 42. mínútu inn á teiginn. Þar komst Brennan Johnson í boltann sem fór síðan af Luke Shaw og í netið.
André Onana var búinn að skutla sér en náði ekki að blaka boltanum frá sem skoppaði alveg upp við stöng og inn.
Frábær tímapunktur til að komast í forystu og nú má væntanlega búast við enn meiri spennu og vonandi að þetta muni opna leikinn meira.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir