Ítalska stórliðið Juventus er að undirbúa tilboð í Manuel Locatelli, miðjumann Sassuolo og ítalska landsliðsins.
Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá mun tilboðið hljóða upp á 30 milljónir evra. Juventus mun einnig bjóða Sassuolo Radu Dragusin, 19 ára gamlan rúmenskan varnarmann, sem hluta af skiptunum.
Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá mun tilboðið hljóða upp á 30 milljónir evra. Juventus mun einnig bjóða Sassuolo Radu Dragusin, 19 ára gamlan rúmenskan varnarmann, sem hluta af skiptunum.
Talið er að Sassuolo vilji fá að minnsta kosti 40 milljónir evra fyrir Locatelli og mögulega mun verðmiðinn hækka eftir frábæra frammistöðu hans á EM.
Locatelli hefur verið líkt við Andrea Pirlo en hann segist sjá sig meira sem ungan Daniele De Rossi. Hann skoraði tvennu í frábærum sigri á Sviss fyrr í síðustu viku. Hann er mjög góður alhliða miðjumaður en hann hefur verið örlítið gagnrýndur fyrir að skora ekki nægilega mikið. Hann svaraði þeirri gagnrýni gegn Sviss.
Juventus vill fá Locatelli inn á miðjuna hjá sér, en það eru líka félög erlendis sem hafa sýnt honum áhuga - eins og Borussia Dortmund í Þýskalandi. Eftir Evrópumótið mun bætast í flóruna.
Sjá einnig:
Átti ekki að byrja á EM en er núna aðalmaðurinn
Athugasemdir