Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 21. júní 2021 22:50
Brynjar Óli Ágústsson
Kjartan Stefáns: Kaflaskiptur leikur
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. og Fylkir áttust við í Pepsi Max-deild kvenna á þessu mánudagskvöldi.

Þróttur byrjaði leikinn betur og komust þær yfir á fimmtu mínútu. Þær náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun. Fylkir vann leikinn á útivelli, 2-4. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sitt lið á móti erfiðu Þróttar liði.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Fylkir

„Kaflaskiptur, en gleðilegt að skora fjögur mörk og sýna baráttu,'' sagði Kjartan um hans sýn á leikinn.

Þróttarar ná forystu í leiknum á fimmtu mínútu, en Fylkiskonur svöruðu því vel.

„Mér fannst Þróttarar mæta vel til leiks, taktískir og góðar og við þurftum að bregðast við því. Við reynum bara að bregðast við góðu spili þeirra og kannski gekk það bara ágætlega eftir.''

Fylkir er núna í áttunda sæti eftir þennan sigur.

„Ég er klárlega ekki ánægður að vera í áttunda sæti, en það er búið að vera bras á okkur og ég er glaður að ná að tengja sigra,'' svaraði Kjartan.

Kjartan var spurður um hvort liðið ætli ekki að halda þessari siglingu áfram í næsta leik á móti Þór/KA?

„Þór/KA verður erfiður leikur og alltaf erfitt að fara norður. Þær eru sérstaklega sterkar á heimavelli, baráttuglaðar og hafa bara verið að spila vel á heimavelli. Ég býst bara við erfiðum leik.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner