Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea dregur sig úr kappinu um Olise
Hvar endar þessi öflugi kantmaður?
Hvar endar þessi öflugi kantmaður?
Mynd: Getty Images
David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Chelsea sé búið að draga sig úr kapphlaupinu um Michael Olise, kantmann Crystal Palace.

Olise er eftirsóttur af stórliðum og var Crystal Palace einnig að bjóða honum nýjan samning í tilraun til að halda honum innan sinna raða.

Olise yrði þá vafalítið launahæsti leikmaður Palace, en Chelsea ákvað að draga sig úr kappinu útaf alltof háum launakröfum leikmannsins.

Þýska stórveldið FC Bayern hefur mikinn áhuga á Olise, sem og fjársterkt lið Newcastle United sem þarf þó að virða háttvísisreglur ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA og getur því ekki keypt endalaust af leikmönnum.

Manchester United hefur einnig verið nefnt til sögunnar í baráttunni um Olise, 22 ára Frakka sem kom að 16 mörkum í 19 leikjum með Palace á miklu meiðslatímabili.
Athugasemdir
banner
banner