Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
banner
   fös 21. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er komið í botnsætið í Bestu deild kvenna eftir tap gegn Þór/KA í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleik, það var leiðinlegt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar Magnús.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel og vinnuframlagið til gríðarlegrar fyrirmyndar. Auðvitað er það þreytt klisja þegar þú tapar leik eftir leik. Við áttum í fullu tré við þetta lið. Mörkin voru hrikalega ódyr."

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis nagar sig sennilega í handabökin að gera ekki betur í tveimur mörkum Þórs/KA.

„Við erum með frábæran markvörð hana Tinnu Brá, einn af okkar öflugustu leikmönnum, hún er búin að vera frábær í sumar. Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur, það er eins með hana og aðra leikmenn, þú getur gert mistök. Held að það hafi verið skyggt á hana í fyrsta markinu, ég á eftir að ræða betur við hana," sagði Gunnar Magnús.

„Við fáum á okkur tvö mörk utan af velli og svo fast leikatriði svo þær voru ekki að spila sig í gegnum okkur. Mér fannst þetta jafn leikur og súrt að tapa. Þær eru í toppbaráttu og með sjálfstraustið á meðan við erum í botnbaráttu, það er oft þannig í fótbolta að lukkan er á bandi liðs sem er ofar í töflunni og með sjálfstraust."


Athugasemdir
banner
banner
banner