Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 21. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er komið í botnsætið í Bestu deild kvenna eftir tap gegn Þór/KA í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleik, það var leiðinlegt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar Magnús.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel og vinnuframlagið til gríðarlegrar fyrirmyndar. Auðvitað er það þreytt klisja þegar þú tapar leik eftir leik. Við áttum í fullu tré við þetta lið. Mörkin voru hrikalega ódyr."

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis nagar sig sennilega í handabökin að gera ekki betur í tveimur mörkum Þórs/KA.

„Við erum með frábæran markvörð hana Tinnu Brá, einn af okkar öflugustu leikmönnum, hún er búin að vera frábær í sumar. Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur, það er eins með hana og aðra leikmenn, þú getur gert mistök. Held að það hafi verið skyggt á hana í fyrsta markinu, ég á eftir að ræða betur við hana," sagði Gunnar Magnús.

„Við fáum á okkur tvö mörk utan af velli og svo fast leikatriði svo þær voru ekki að spila sig í gegnum okkur. Mér fannst þetta jafn leikur og súrt að tapa. Þær eru í toppbaráttu og með sjálfstraustið á meðan við erum í botnbaráttu, það er oft þannig í fótbolta að lukkan er á bandi liðs sem er ofar í töflunni og með sjálfstraust."


Athugasemdir
banner