Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   fös 21. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er komið í botnsætið í Bestu deild kvenna eftir tap gegn Þór/KA í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleik, það var leiðinlegt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar Magnús.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel og vinnuframlagið til gríðarlegrar fyrirmyndar. Auðvitað er það þreytt klisja þegar þú tapar leik eftir leik. Við áttum í fullu tré við þetta lið. Mörkin voru hrikalega ódyr."

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis nagar sig sennilega í handabökin að gera ekki betur í tveimur mörkum Þórs/KA.

„Við erum með frábæran markvörð hana Tinnu Brá, einn af okkar öflugustu leikmönnum, hún er búin að vera frábær í sumar. Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur, það er eins með hana og aðra leikmenn, þú getur gert mistök. Held að það hafi verið skyggt á hana í fyrsta markinu, ég á eftir að ræða betur við hana," sagði Gunnar Magnús.

„Við fáum á okkur tvö mörk utan af velli og svo fast leikatriði svo þær voru ekki að spila sig í gegnum okkur. Mér fannst þetta jafn leikur og súrt að tapa. Þær eru í toppbaráttu og með sjálfstraustið á meðan við erum í botnbaráttu, það er oft þannig í fótbolta að lukkan er á bandi liðs sem er ofar í töflunni og með sjálfstraust."


Athugasemdir
banner
banner
banner