Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
   fös 21. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er komið í botnsætið í Bestu deild kvenna eftir tap gegn Þór/KA í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleik, það var leiðinlegt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar Magnús.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel og vinnuframlagið til gríðarlegrar fyrirmyndar. Auðvitað er það þreytt klisja þegar þú tapar leik eftir leik. Við áttum í fullu tré við þetta lið. Mörkin voru hrikalega ódyr."

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis nagar sig sennilega í handabökin að gera ekki betur í tveimur mörkum Þórs/KA.

„Við erum með frábæran markvörð hana Tinnu Brá, einn af okkar öflugustu leikmönnum, hún er búin að vera frábær í sumar. Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur, það er eins með hana og aðra leikmenn, þú getur gert mistök. Held að það hafi verið skyggt á hana í fyrsta markinu, ég á eftir að ræða betur við hana," sagði Gunnar Magnús.

„Við fáum á okkur tvö mörk utan af velli og svo fast leikatriði svo þær voru ekki að spila sig í gegnum okkur. Mér fannst þetta jafn leikur og súrt að tapa. Þær eru í toppbaráttu og með sjálfstraustið á meðan við erum í botnbaráttu, það er oft þannig í fótbolta að lukkan er á bandi liðs sem er ofar í töflunni og með sjálfstraust."


Athugasemdir
banner
banner
banner