Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 21. júlí 2019 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U18 landsliðið vann Lettland aftur
Ísland 2 - 0 Lettland
1-0 Orri Hrafn Kjartansson
2-0 Eyþór Aron Wöhler

Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri mætti Lettlandi öðru sinni í vináttulandsleik í dag. Þegar liðin mættust á föstudag vann Ísland 2-1 sigur.

Í dag fór svo að Ísland vann aftur, í þetta skiptið með tveimur mörkum gegn engu.

Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Heerenveen í Hollandi, var fyrirliði Íslands í dag og hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum í dag. Það síðara gerði Eyþór Aron Wöhler, leikmaður ÍA. Lokatölur 2-0 fyrir Íslandi, sanngjarn sigur.

Byrjunarlið Íslands í dag:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
3. Róbert Orri Þorkelsson
4. Baldur Hannes Stefánsson
5. Arnór Gauti Jónsson
6. Orri Hrafn Kjartansson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Mikael Egill Ellertsson
11. Danijel Dejan Djuric
14. Elmar Þór Jónsson
16. Emil Karl Brekkan
19. Guðmundur Tyrfingsson
Athugasemdir
banner