Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. júlí 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sheffield vill 32 milljónir fyrir Ramsdale
Mynd: Getty Images
The Times greinir frá því að Arsenal hafi mikinn áhuga á að krækja í Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield United.

Ramsdale myndi berjast við Bernd Leno um byrjunarliðsstöðuna hjá Arsenal en Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður félagsins sem stendur.

Arsenal hefur verið orðað við Ramsdale og Sam Johnstone, en ólíklegt er að félagið muni fara alla leið í viðræðunum um Ramsdale. Það er vegna þess að Sheffield vill fá 32 milljónir punda fyrir markvörðinn, en það er upphæð sem Arsenal vill ekki greiða.

Ramsdale er 23 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður í yngri landsliðum Englendinga þar sem hann á 34 leiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner