„Gríðarlegur léttur og gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik. Það er ótrúlega góð tilfinning. Bara virkilega sáttur, stelpurnar voru frábærar í dag.“ Þetta sagði Gunnar Magnús, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 1 Tindastóll
„Fyrst og fremst að fara í þessi grunngildi. Við erum í hörku fallbaráttu og bara gerðum stelpunum grein fyrir því að þær þyrftu bara að leggja líf og sál í þennan leik og þegar það er til staðar þá verður allt annað auðveldara..”
Tindastóll byrjaði leikinn betur en Fylkir vann sig inn í leikinn„Þær byrjuðu miklu betur, kannski einhver skjálfti í okkar stelpum. Við lentum í þessu í fyrra oft, að lenda undir og lenda í mótlæti og tókum vel á því.“
Íris Una fór út af í hálfleik.„Hún var með smávægileg meiðsli þannig að við vildum ekki taka séns með hana.“
Má búast við meiri virkni hjá Fylki í glugganum? „Já hugsanlega. Við erum bara að skoða málin. ÞAð er svo sem ekki mikið framboð af leikmönnum hér á landi og öll lið að berjast um sömu bitana en við erum ekki að fara leita erlendis epa eitthvað svoleiðis.“
Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.